MEÐLIMIR & SAMSTARFSAÐILAR

Utanríkisráðuneyti Íslands

Ísland
Meðlimur
Ríkisstofnun

Um utanríkisráðuneyti Íslands

Utanríkisráðuneytið gætir hagsmuna íslenskra ríkisborgara, fyrirtækja og neytenda með því að greiða fyrir aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum og efla fríverslun. Ráðuneytið styður við bakið á íslenskum fyrirtækjum erlendis og kynnir íslenska list og menningu. 

Utanríkisráðuneytið sinnir stjórnmálatengslum Íslands við önnur ríki og alþjóðastofnanir og tekur til margvíslegra málefna, allt frá mannréttindum til öryggis- og varnar- og viðskiptamála. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands miðar að því að skila mælanlegum árangri í útrýmingu fátæktar, bæta lífskjör og ná fram kynjajafnrétti, frelsi og hagsæld í heiminum. 

Ráðuneytið gætir einnig hagsmuna íslenskra ríkisborgara erlendis og aðstoðar í tilfellum slysa, veikinda eða andláts erlendis. 

Tengiliður
Sveinn H. Guðmarsson
Fjölmiðlafulltrúi
Sími 
+354 545 9974
Tölvupóstur: 
sveinn.h.gudmarsson@utn.stjr.is