MEÐLIMIR & SAMSTARFSAÐILAR

Þekkingarnet Þingeyinga

Ísland
Meðlimur
Háskóli

Um Þekkingarnet Þingeyjinga

Þekkingarnet Þingeyinga hefur það að markmiði að efla símenntun, háskólanám og þverfaglegar rannsóknir. Netið er staðsett á Húsavík en þjónar öllum Þingeyjarsýslum. 

Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á bókleg, starfs- og tómstundanámskeið og námsleiðir, leggur nemendum til námsaðstöðu, þjónar sem miðstöð þverfaglegra rannsókna í Þingeyjarsýslum og býður upp á þjónustu sína og aðstöðu fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. 

Rannsóknir Þekkingarnets Þingeyingabeinast að Norðausturlandi. Þekkingarnetið tekur þátt í innlendum og alþjóðlegum verkefnum, þar á meðal verkefnum sem snúa að menntun, félagslegum málefnum og sjálfbærri þróun í dreifbýli og norðurskautssvæðum. Þekkingarnet Þingeyinga tekur þátt í staðbundnu vöktunarverkefni fyrir efnahagslega, umhverfislega og félagslega þróun. Frá miðju ári 2019 verður þessi heimasíða aðgengileg bæði á íslensku og ensku. 

Af öðrum verkefnum má nefna almenn námskeið fyrir fullorðna, þjónustu við nemendur og sumarverkefni með nemendum. 

Tengiliður
Guðrún Ósk Brynjarsdóttir
Skrifstofustjóri
Sími 
+354 464 5100
Tölvupóstur: 
gudrun@hac.is