
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð samanstendur af sex fyrrverandi sveitarfélögum og er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi. Fjarðabyggð vinnur með Fljótsdalshéraði, næststærsta sveitarfélaginu á Austurlandi, að uppbyggingu þjónustu í tengslum við siglingar á norðurslóðum, svo sem olíuleit, ferðaþjónustu, aðföng og flugumferð.
Fjarðabyggð veitir margvíslega þjónustu á sviði stjórnsýslu, umhverfis- og samgöngumála, atvinnu-, mennta-, velferðar- og fjölskyldumála. Sveitarfélagið ber ábyrgð á umsjón með stjórnsýslu, fjárhagsáætlun, stjórnun, ráðgjöf, ferðaþjónustu, menningarstofnunum og viðburðum, íþróttum og margvíslegri annarri starfsemi.
Fjarðabyggð samanstendur af eftirtöldum þorpum: Neskaupstað, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Mjóafirði.