MEÐLIMIR & SAMSTARFSAÐILAR

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri

Ísland
Meðlimur
Rannsóknastofnun

Um Sjávarútvegsfræðasetur Háskólans á Akureyri

Sjávarútvegsfræðasetur Háskólans á Akureyri var formlega stofnað fimmtudaginn 16. apríl 2009 þegar skrifað var undir samning milli HA og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Setrið var sett á laggirnar til að styðja við þá stefnu Háskólans á Akureyri (HA) að efla tengsl atvinnulífs og háskóla; efla gagnkvæm tengsl og rannsóknir og öflun og miðlun þekkingar innan sjávarútvegsins. 

Sjávarútvegsfræðasetrið stefnir einnig að því að efla forystu HA í fræðslu og rannsóknum á sjávarútvegi með eflingu hagnýtra rannsókna, verkefna og fræðslu tengdri sjávarútvegi. Í því felst m.a. að efla samstarf við sjávarútvegsgeirann, bæta ímynd almennings í sjávarútvegi og efla fræðslu við HA . 

Sjávarútvegsfræðasetrið er stofnun innan háskólans en fær fjármögnun sína sjálfstætt. Í setrinu er eitt stöðugildi sem er aukið með rannsóknastyrkjum og kennslu innan háskólans. Aðrir starfsmenn eru M.Sc. nemendur eða rannsakendur sem fjármagnaðir eru af sjálfstæðum verkefnum. 

Tengiliður
Guðrún Arndís Jónsdóttir
Skrifstofustjóri
Sími 
+354 460 8516
Tölvupóstur: 
gudruna@unak.is