Arctic Portal
Arctic Portal er heildstæð gátt að upplýsingum og gögnum á norðurslóðum á internetinu en markmið hennar er að auka upplýsingamiðlun og samstarf meðal hagsmunaaðila á norðurslóðum og veita aðgang að upplýsingum og gögnum sem tengjast norðurslóðum.
Arctic Portal er unnin í samráði og samstarfi við meðlimi Norðurskautsráðsins og vinnuhópa þess, fastafulltrúa, áheyrnarfulltrúa og aðra hagsmunaaðila. Arctic Portal er tengslanet upplýsinga og gagnamiðlunar og hýsir margar vefsíður í hringpóla samhengi og styður þannig við samstarf og miðlun á sviði vísinda, menntunar og stefnumótunar.
Arctic Portal er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni og er staðsett á Akureyri undir alþjóðlegri stjórn. Arctic Portal veitir yfir 50 vísindastofnunum, samtökum og verkefnum sem hafa alþjóðlegt gildi vefviðveru.