Fólk í norðurslóðarmálum

Hverjar eru afleiðingar hlýnunar á fiskveiðar Íslands?

Hreiðar Þór Valtýsson - HA

Hreiðar Þór Valtýsson er sjávar- og fiskifræðingur og einn af stjórnendum náms í sjávarútvegi við Háskólann á Akureyri. Hann hefur starfað sem bæði brautarstjóri og kennari við háskólann en er þessa dagana í rannsóknarleyfi. Eitt helsta rannsóknarefni hans er að skoða áhrif loftslagsbreytinga á fisk og fiskveiðar við Ísland.

Verðmætar fisktegundir færast til með hlýnun

Hreiðar segir að því hafi verið spáð að Ísland og önnur heimskautalönd muni græða á hlýnun jarðar, peningalega séð. „Verðmætar fisktegundir færast til með hlýnun. Grænland og heimskautahluti Rússlands fá væntanlega meiri þorsk þar sem vistkerfið breytist úr því að vera heimskautavistkerfi með sjávarspendýrum og litlum fiskum yfir í að vera kaldtemprað vistkerfi þar sem stórar og verðmætar fisktegundir eins og þorskur þrífast.“ Verðmætar tegundir færast norður.<br>Hreiðar segir að því hafi verið haldið fram að breytingarnar megi t.d. sjá í aukningu makríls sem kom til Íslands upp úr aldamótunum en fór að veiðast í miklu magni árið 2008. „Makríllinn kom eins og bjargvættur fyrir okkur í hruninu og veiðarnar jukust mikið,“ segir Hreiðar.

Gróði eða tap af hlýnuninni?

Hreiðar segist vera kominn með grófar niðurstöður í rannsókn sinni á því hvort við græðum eða töpum í fiskveiðum á hlýnun jarðar. „Auðvitað er hlýnunarskeið ekki búið, það er ennþá hlýtt og kemur líklega til með að hlýna meira. Margir hafa á tilfinningunni að við séum að græða vegna þess að við fengum makrílinn en við misstum líka aðrar tegundir í staðinn eins og rækju og loðnu. Þær tegundir eru kaldsjávartegundir sem hafa í rauninni hopað. Hlýsjávartegundir eru að sækja á en kaldsjávartegundir hopa í staðinn. Síðustu tíu til tuttugu ár hafa verið léleg í loðnuveiðum þannig að hér á landi er verðmæti minnkunarinnar er eiginlega jafn mikið og af aukningunni.“ segir Hreiðar.

Hvers vegna sjávarútvegsfræði?

Hreiðar studied biology at the University of Iceland and then pursued fisheries science abroad. When asked why he chose to study in these fields, he says, "When other kids went to the countryside, I went to my grandparents in Seyðisfjörður, where my grandfather was a fisherman and had a freezer facility. I started working in fishing during the summers when I was around 12 years old. I always enjoyed it; there was a lot of freedom and good income. You wouldn't allow children to do that nowadays; there is so much quality control in the fishing industry that you wouldn't let kids in. There, I could also run around, observe strange fish, and do things that are prohibited today. It sparked my interest in the subject, so it was always clear that I would pursue something related to fishing," says Hreiðar. After completing his studies, Hreiðar worked as a researcher at the Marine and Freshwater Research Institute and later became a staff member at the University of Akureyri.

Sjávarútvegsfræðin vel sótt

The University of Akureyri offers a three-year undergraduate program in Fisheries Science that has been well attended by both distance and on-campus students. Students in Fisheries Science also have the option to add an additional year in Business Administration and graduate with two degrees. Hreiðar mentions that the attendance has been good now but was very low around 2007. "At that time, Icelanders lost interest in fisheries, and it was disappearing, but then Hörður, a former student, and I took it upon ourselves, with the help of good people, to establish the program," says Hreiðar. The University of Akureyri also offers a master's program in Fisheries Science, which Hreiðar teaches. Hreiðar emphasizes the importance for the university to provide further education in Fisheries Science, but there is still room for improvement.

„Líf mitt er eins og teygja“

Hreiðar Þór er fæddur á Akureyri, bjó í Reykjavík þegar faðir hans var þar í háskóla, hann en fluttist líka til Reykjavíkur vegna námsins í líffræði og síðan til Vancouver til að læra fiskifræði. „Líf mitt er svona eins og teygja, ég byrjaði hér, fór síðan langt í burtu og svo skaust ég til baka,“ segir Hreiðar og hlær.<br>Hreiðar segir að samspil fiskveiða, loftslags og sjávarhita sem hann er að skoða um þessar mundir í rannsókn sinni sé áhugavert. „Það sem ég er helst að skoða er langtíma- og söguleg þróun fiskveiða á Íslandsmiðum. Þróun í aflamagni, fjölda skipa og tenging þeirra þátta við olíueyðslu sem aftur tengist loftslagsbreytingum. Ég hef farið nokkra hringi með þetta en aðal útgangspunkturinn er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á veiðar við Ísland. Hvaða áhrif hafa þær haft og hvað áhrif munu þær hafa í framtíðinni.“

Hreiðar Þór Valtýsson

„Verðmætar fisktegundir færast til með hlýnun. Grænland og heimskautahluti Rússlands fá væntanlega meiri þorsk þar sem vistkerfið breytist úr því að vera heimskautavistkerfi með sjávarspendýrum og litlum fiskum yfir í að vera kaldtemprað vistkerfi þar sem stórar og verðmætar fisktegundir eins og þorskur þrífast.“