Norðurskautssvæðið

Helstu aðilar á norðurslóðum

Norðurskautssvæðið gegnir lykilhlutverki innan alþjóðakerfisins. Ólíkir aðilar á norðurslóðum mynda norðurslóðakerfi alþjóðasamskipta. Frumbyggjar norðurslóða eru miðlægur hluti af því kerfi.

Norðurskautsríkin

Kanada
Konungsríkið Danmörk
Finnland
Ísland
Noregur
Rússneska sambandsríkið
Svíþjóð
Bandaríkin
Kort birt með leyfi Arctic Portal

Þessi ríki eru aðildarlönd Norðruskautsráðsins þar sem yfirráðasvæði þeirra, eða allavega hluti þeirra, lyggja innan norðurheimskautsbaugsins. Ráðið er helsti vettfangur milliríkjasamstarfs norðurskautsríkjanna og hefur þann tilgang að efla samvinnu, samhæfingu, samskipti þeirra á milli, með þátttöku mikilvægra frumbyggjasamtaka sem nefnd eru fastaþátttakendur Norðurskautsráðsins.

Norðruskautsríkin átta gegna lykilhlutverki í stjórnun norðurskautssvæðisins. Þetta stjórnsskipulag er skipt í tvö stig: í gegnum norðruskautsstefnu hvers lands þar sem þjóðarstefnumótun gildir innan lögsögu hvers ríkis; og í gegnum stefnumið sem eru skilgreind af Norðurskautsráðinu og sem gilda þvert yfir norðurslóðirnar og krefjast samstarfs norðurskautsríkjanna.

Frumbyggjar á norðurslóðum

Frumbyggjar á norðurslóðum búa innan svæða 7 af 8 norðurskautslandanna (á Íslandi eru ekki frumbyggjar). Af alls 4 milljónum íbúa á norðurslóðum eru um það bil 500.000 frumbyggjar.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 40 mismunandi hópar frumbyggja búa á norðurslóðum, þar á meðal:

· Samar á svæðum í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Norðvestur-Rússlandi

· Nenets, Khanty, Evenk og Chukchi í Rússlandi

· Aleut, Yupik og Iñupiat (Iñupiat) í Alaska

· Inúítar (Inuvialuit) í Kanada

· Inúítar (Kalaallit) á Grænlandi

Þó að það sé engin almenn skilgreining á frumbyggjum, þá eru bæði Fastaráð Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja (United Nations Permanent Forum on Indigenous Issues) og sáttmáli Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um réttindi frumbyggja (ILO no. 169) gagnleg viðmið.

Það eru sex samtök frumbyggja sem sinna mikilvægum hlutverkum sem fastir þátttakendur innan Norðurskautsráðsins. Samtökin eru eftirfarandi:

· Aleut International Association (AIA)

· Arctic Athabaskan Council (AAC)

· Gwich'in International Council (GIC)

· Inuit Circumpolar Council (ICC)

· Russian Association of Indigenous Peoples of the North (RAIPON)

· Sámi-ráðið