Norðurskautssvæðið

Skilgreiningar norðurslóða

Það er engin ákveðin skilgreining sem fullkomlega skilgreinir "norðurskautssvæðið". Viðfang hugtaksins er breytilegt og fer eftir notkun skilgreiningarinnar. Sumar skilgreiningar útiloka sum svæði en innihalda önnur.
Kort birt með leyfi Arctic Portal

Heimskautabaugurinn

Heimskautsbaugurinn nær yfir öll svæði norðan heimskautsbaugs á 66°33', sem er syðsta breiddargráða á norðurhveli jarðar þar sem sólin getur horfið undir sjóndeildarhringinn eða jafnframt verið sýnileg samfellt í heilan sólarhring.

Eins og sést á kortinu hér að ofan nær svæðið sem þannig er skilgreint aðeins til nyrstu eyju Íslands, Grímseyjar, mestalls Grænlands, Nunavut og hluta norðursvæðanna, nyrsta hluta Alaska og Rússlands og Sápmi.

Trjálínan

Skilgreiningin á trjálínunni er leidd af nyrstu mörkunum sem tré geta vaxið á.

10°C jafnhitastilli júlímánuðar

Skilgreiningin á 10°C jafnhitastilli júlímánuðar vísar til þess svæðis þar sem meðalhiti í júlí fer aldrei yfir 10°C.

Arctic Human Development Report Boundary (AHDR)

Norðurslóðasvæðið, eins og það er skilgreint í AHDR, tekur til allra stjórnmála- eða stjórnsýslueininga sem skarast á norðurslóðum. Þannig nær norðurskautssvæðið yfir allt Alaska, Kanada norðan 60°N ásamt norðurhluta Quebec og Labrador, öllu Grænlandi, Færeyjum og Íslandi og nyrstu sýslum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Norðurskautssvæðið í Rússlandi nær yfir Murmansk Oblast, Nenets, Yamalo-Nenets, Taimyr og Chukotka sjálfstjórnarsvæðin okrugs, bæjarins Vorkuta í Komi lýðveldinu, Norilsk og Igarka í Krasnoyarsk Krai og þá hluta Sakha-lýðveldisins sem liggja næst heimskautsbaugnum.

The Arctic Council’s Arctic Monitoring and Assessment Programme Working Group Boundary (AMAP)

Skilgreining AMAP á norðruslóðum felur í sér þætti heimskautsbaugsins, pólitísk mörk, gróðurmörk, sífreramörk og helstu haffræðileg einkenni. Svæðið sem fellur undir AMAP er því í meginatriðum land- og hafsvæði norðan heimskautsbaugs (66°32'N) og norðan 62°N í Asíu og 60°N í Norður-Ameríku, breytt þannig að það nær yfir hafsvæðin norðan Aleut eyjakeðjunnar, Hudsonflóa, og hluta Norður-Atlantshafsins, þ.m.t. Labradorhaf.

Mörk AMAP voru sett til að veita eftirliti sínu landfræðilegt samhengi, einkum á matsatriðum sem tengjast uppruna heimilda. Mörk AMAP eru breytileg eftir samhengi og fara eftir þeim mismunandi atriðum tekist er á við í hverju sinni. Til dæmis, þegar fjallað er um styrkleika aðskotaefna í lífríki þá er það skoðað í ákveðnu landafræðilegu samhengi með tilliti til landfræðilegrar útrbreiðslu viðkomandi dýra- og plöntutegunda. Lýðfræðileg gögn eru umrædd í tengslum við stjórnsýslusvæði þar sem manntalsgögnum er safnað.

Search and Rescue & the Arctic Council´s Emergency, Prevention, Preparedness and Response Working Group (EPPR) Boundary

Í "Samningi um samvinnu um leit og björgun á sjó og flugleiðum á norðurslóðum (Agreement on Cooperation on Aeronautical and Maritime Search and Rescue in the Arctic)" er "gildissvið samnings þessa" skilgreint í viðaukanum og er þar kveðið á um aðra lögun fyrir norðurskautssvæðið.

Svæðið er afmarkað eftir löndum með samfelldum línum sem tengja tiltekin hnit og eru tilgreind í viðaukanum sjálfum.

Kort birt með leyfi Arctic Portal

Skilgreining á norðurslóðum fyrir rannsóknir á Íslandi

Eins og áður hefur komið fram er ekki til nein formleg skilgreining á norðurskautssvæðinu í tengslum við rannsóknir á Íslandi. Eftirfarandi skilgreining – sem upphaflega var þróuð innan samvinnunefndar málefna norðurslóða – er þó oft notuð sem mikilvæg viðmiðun:

"Íslensk málefni norðurslóða snúa að rannsóknum, eftirliti, menntun og opinberri umræðu sem tengist bæði sérkennandi og sameiginlegra nefnara náttúru, menningar, efnahags og sögu norðurslóða í alþjóðlegu samhengi".