Vefsíður

Norðurslóðagáttin (e. Arctic Portal) sér um alhliða upplýsingamiðlun um og fyrir norðurslóðir. Það er aðgangur að vísindalegum gögnum og upplýsingum ásamt kennsluefni og fréttum af norðurslóðum. Þar er m.a. að finna viðburðadagatal, bókasafn og gagnvirk kort.
www.arcticportal.org

AsiArctic er vefsíða í umsjón The Fridtjof Nansen Institute og The Norwegian Institute for Defence Studies og veitir upplýsingar um rannsóknir, stefnumál og áhuga Asíulanda á málefnum norðurslóða.
www.asiarctic.no

The Arctic Journal tímarit um málefni norðurslóða
www.arcticjournal.com

Arctic Monitor
Kanadísk vefsíða sem birtir vikulegar samantektir úr fréttum af norðurslóðum með áherslu á stjórnmál, málefni frumbyggja, vísindi og efnahagsmál. Vefnum er haldið úti af John Bennett sem situr í stjórn náttúruverndarsamtakanna Sierra Club Kanada. Bróðurparturinn af efninu kemur frá öðrum og sérstök áhersla er á Norður-Ameríku.  Hægt er að gerast áskrifandi að fréttaveitunni.
http://www.arcticmonitor.net/ 

Barentsoberver
Vefsíða sem flytur fréttir af Barentssvæðinu og norðurslóðum almennt. Vefnum er haldið úti af Norsku Barentsskrifstofunni er sinni tengslum Rússlands og Noregs. Ritstjórnarstefnan er nokkuð sjálfstæð og stundum er smá broddur í fréttunum. Hægt að gerast áskrifandi af fréttum frá þeim
http://barentsobserver.com/en 

Alaska Dispatch – Arctic Wire
Síða með fréttum frá Alaska og norðurslóðum, sumar fréttir eru unnar af þeim sjálfum og annað endurbirt. Meðal eiganda er Alice Rogoff sem er áhrifakona í norðurslóðamálum í Bandaríkjunum og hefur m.a. unnið með forseta Íslands að stofnun Arctic Circle. Vefurinn gefur góða innsýn í norðurslóðamálefni frá sjónarhorni Alaska og Bandaríkjanna.
http://www.alaskadispatch.com/term/arctic 

The Arctic
Landafræðifélags Rússlands heldur úti vefsíðunni en þar má finna samantektir á ensku úr rússneskum fjölmiðlum um málefni norðurslóða.  Fréttirnar endurspegla sjónarmið rússneskra fjölmiðla.
http://arctic.ru/news 

Hugveitur er fjalla um norðurslóðir og alþjóðamál

SIPRI – Norðurlönd
Sænska friðarrannsóknarstofnunin hefur lagt áherslu á að skoða norðurslóðir bæði með tilliti til öryggismála en ekki síður vaxandi áhuga Asíuríkja á norðurslóðum. Sérfræðingar SIPRI í málefnum norðurslóða eru Linda Jakobson sem hefur skrifað mikið um Asíu og norðurslóðir auk  Neil Melvin Kristofer Bergh sem fengist hafa við rannsóknir á hernaðaröryggi á norðurslóðum.
http://www.sipri.org/research/security/arctic 

CSIS - Bandaríkin
Bandarísk hugaveita um alþjóðamál sem fjallar einnig um norðurslóðir.  Heather A. Conley er helsti sérfræðingur CSIS í norðurslóðamálum.
http://csis.org/program/geopolitics-high-north 

The Arctic Forum Foundation - ESB
Vettvangur sem starfað að því að efla umræðu og samskipti um norðurslóðir og ESB. Steffan Weber sem starfað hefur að norðurslóðamálum fyrir Evrópuþingið veitir samstarfinu forystu og ýmsar stofnanir og samtök koma að starfseminni.  Vefurinn gefur ágæta innsýn inn í það helsta sem er á döfinni í norðurslóðamálum í Brussel .
http://eu-arctic-forum.org/ 

The Arctic Institute | Center for Circumpolar Security Studies
Hugveita sem er að sækja í sig veðrið. Leggur áherslu á þverfaglega nálgun á norðurslóðir.
http://www.thearcticinstitute.org/ 

Gordon Foundation – Kanadísk hugveita
Fjallar um norðurslóðir og alþjóðamál almennt með áherslu á Kanada.  Viðhorf þeirra eru yfirleitt aðeins frjálslyndari en stjórnvalda.  
http://gordonfoundation.ca/north/munk-gordon-arctic-security-program 

The Stiftung Wissenschaft und Politik – Þýsk hugveita
Fjallar ekki sérstaklega um norðurslóðir en þeir hafa gert nokkrar ágætar samantektir um norðurslóðir og þá með áherslu á Evrópu og norðurslóðir sem unnið hefur verið í tengslum við stórt norskt rannsóknarverkefni um norðurslóðir (sjá hér http://www.geopoliticsnorth.org/) og fyrir ESB.
http://www.swp-berlin.org/en/start-en.html 

Ecologic Institute –  Þýsk –bandarísk
Hugveita um umhverfismál sem heldur úti efni um norðurslóðir, áhersla á umhverfisvernd.
http://www.ecologic.eu/arctic 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal