Umsókn um aðild

Aðild að Norðurslóðaneti Íslands getur verið formleg eða óformleg allt eftir eðli samstarfs eða því hvort viðkomandi er lögaðili á Íslandi.

Smellið hér til að sækja samningsform. Útfyllt form sendist skannað með undirskrift í tölvupósti til Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den..

Fulltrúaráð (cooperative partners) Norðurslóðanets Íslands samanstendur af fulltrúum stofnana, fyrirtækja eða félagasamtaka með formlega aðild að Norðurslóðaneti Íslands.

Óformleg aðild (associate partners) felur í sér samstarf en er án aðildar að fulltrúaráði og jafnframt án réttar til framboðs eða kosninga til stjórnar Norðurslóðanets Íslands. Einstaklingar sem og aðilar sem ekki eru íslenskir lögaðilar geta ekki sótt um formlega aðild.

Formleg aðild (cooperative partners) felur í sér samstarf og aðild að fulltrúaráði:
• Fulltrúaráð er samráðs- og ráðgefandi vettvangur hvað varðar þróun og stefnu verkefnisins Norðurslóðanets Íslands.
• Formlegir aðilar geta verið stofnanir og fyrirtæki sem sannanlega vinna að málefnum norðurslóða. Einstaklingar geta einungis sótt um óformlega aðild.
• Aðal- og varamenn stjórnar Norðurslóðanets Íslands skulu kosnir úr hópi fulltrúaráðs.
• Kosningarétt hafa fulltrúar stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka sem eru lögaðilar á Íslandi
• Hver stofnun og hvert fyrirtæki hefur eitt atkvæði.

Kosning aðal- og varamanna stjórnar Norðurslóðanets Íslands fer fram árlega á aðalfundi og er hvert kjörtímabil eitt ár í senn. Stjórn Norðurslóðanets Íslands er skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara. Stjórn stofnunarinnar skal skipuð með eftirfarandi hætti:
• Einn fulltrúi Háskólans á Akureyri og stofnana sem honum tengjast.
• Þrír fulltrúar annarra opinberra stofnana.
• Einn fulltrúi einkaaðila eða annarra sem ekki tilheyra ofangreindum hópum.

Formlegir aðilar greiða táknræn aðildargjöld. Ekki er innheimt gjald fyrsta ár hvers aðila.

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal