Skilgreining á norðurslóðum

Kort: Arctic PortalKort: Arctic Portal

Norðurslóðir er heiti yfir svæðið í kringum Norðurheimskautið. Til eru mismunandi skilgreiningar á því hvar norðurslóðir liggja en ekki er einfalt að skilgreina svæðið. Til dæmis er ekki hægt að segja að Bandaríkin séu öll á norðurslóðum þrátt fyrir að Alaska sé þar og þá telst Kaupmannahöfn til dæmis aldrei til norðurslóðaborgar.

Algeng skilgreining er sú sem sést á kortinu hér til hliðar, en þar er Ísland í heild sinni innan norðurslóða. Svipuð skilgreining var notuð af Norðurskautsráðinu, Arctic Council, við gerð Arctic Monitoring and Assesment Program skýrslunnar árið 1997 en þessi skilgreining var notuð við gerð skýrslunnar um þróun mannlífs og lífskjara á Norðurslóðum.

Innan skilgreiningarinnar er allt Alaska fylki Bandaríkjanna, 60° breiddargráða Kanada ásamt norðurhluta Quebec og Labrador, allt Grænland, Ísland og Færeyjar og norðurhlutar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Svæðið í Rússlandi er ákvarðað út frá mannfræðilegum sjónarmiðum.

Þetta svæði er yfir 40 milljón ferkílómetrar sem samsvarar um 8% af yfirborði jarðar. Þó búa aðeins um 4 milljón manna innan svæðisins, þar af um helmingur í Rússlandi.

Meðal annarra skilgreininga sem notast er við eru við heimskautahringinn sjálfan (66° 33´N), sem tekur mið af sumar- og vetrarsólstöðum en innan hans má segja að bjart sé úti sex mánuði ársins og dimmt hina sex, önnur skilgreining miðar við svokallaða trjálínu eða skógarmörk í norðri og önnur skilgreining miðar við 10° meðalhita í júlí.

link icon arciceblue   Skilgreining AMAP 

link icon arciceblue   Arctic Human Development Report (bls 17)

link icon arciceblue   Kortakerfi Arctic Portal

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal