Emil B.  Karlsson

Menntun:

Staða:

Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar

Sérfræðisvið:

Ferðaþjónusta, Félagsvísindi, Hagfræði

Tölvupóstur:
emil@bifrost.is

Megináherslur

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) var stofnað árið 2004 og er sjálfseignarstofnun í eigu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Háskólans á Bifröst, VR, Samtaka verslunar og þjónustu, Kaupmannasamtakanna og Bílgreinasambandsins. RSV er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir þjónustugreinar með áherslu á verslun og ferðaþjónustu.
RSV hefur áralanga reynslu af erlendu samstarfi, ekki síst með aðilum á norðurslóðum. Meðal slíkra verkefna, sem styrkt hafa verið af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery Programme), má nefna “Retail in Rural Regions” (2008-2011) and “Tourist Guide for Northern Periphery” (2010-2013).