Samvinnunefnd um málefni norðurslóða

HafisSamvinnunefnd um málefni norðurslóða er lögbundin nefnd með það hlutverk að leitast við að treysta og efla samstarf hlutaðeigandi aðila um rannsóknir á norðurslóðum og málefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Nefndin var stofnuð árið 1997 og hefur starfað mismikið síðan. Undanfarið hefur hún gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og skerpt á hutverki hennar og tilgangi. Sú vinna stendur enn yfir.

Á fundum er meðal annars farið yfir það sem er efst á baugi hjá stofnunum og hefur nefndin komið að skipulagi verkefna, til að mynda staðið fyrir Norðurslóðadögum í Norræna húsinu 2000 og 2010, og í Nuuk á Grænlandi haustið 2012.

Utanríkisráðherra skipar í nefndina til fjögurra ára í senn. Í nefndinni skulu eiga sæti aðilar tilnefndir af stofnunum og samtökum sem hafa með höndum verkefni er tengjast norðurslóðarannsóknum. Um fjölda nefndarmanna og samsetningu fer samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar.

Nefndin er þannig skipuð frá 20. ágúst 2012 til 20. ágúst 2016:

  • Þorsteinn Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá RANNÍS - formaður nefndarinnar
  • Þóroddur Sveinsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Gunnlaug Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
  • Héðinn Valdimarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun
  • María Harðardóttir, útgáfustjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Hulda Proppé, sérfræðingur hjá RANNÍS
  • Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
  • Joan Nymand Larsen, lektor við Háskólann á Akureyri
  • Gísli Pálsson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands

Auk fulltrúa ofangreindra stofnanna mæta fulltrúar utanríkisráðuneytisins á fundi sem og fulltrúar Arctic Portal, CAFF og PAME vinnuhópanna, og Norðurslóðanets Íslands. Gestir eru tíðir á fundum til að kynna verkefni og fleira tengt norðurslóðum.

Fundargerðir nefndarinnar:
Fundur haldinn 9. janúar 2012
Fundur haldinn 14. mars 2012
Fundur haldinn 16. maí 2012
Fundur haldinn 28. júní 2012
Fundur haldinn 7. febrúar 2013
Fundur haldinn 5. apríl 2013 

 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal

facebookyoutubelinkedintwitter1