Norðurslóðaáætlunin

NPP logo Norðurslóðaáætlunin heyrir undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti en Byggðastofnun rekur landsskrifstofuna á Íslandi. Hlutverk landstengiliðs er að aðstoða umsækjendur við leit að samstarfsaðilum, formetur umsóknir fyrir stjórn NPA og vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk skrifstofu Norðurslóðaáætlunarinnar í Kaupmannahöfn og aðra landstengiliði. Á heimasíðu áætlunarinnar www.northernperiphery.eu er hægt að nálgast allar nauðsynlegar upplýsingar.

Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunar er að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi og að eflingu búsetuþátta með fjölþjóðlegu samstarfi. Áherslur áætlunarinnar eru á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum. Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkisstofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.

Áætlunin er samkeppnissjóður sem rekin er á svipuðum forsendum og rannsóknaáætlanir innan EES-samningsins, þar sem umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Umsóknir eru metnar af sérfræðinefndum í öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila hvað íslenska þátttöku varðar. Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem er til þess fallin að bæta atvinnulíf, búsetu og/eða auka öryggi íbúa á norðurslóðum.

Heildarframlag Íslands til áætlunarinnar árin 2014-2020 eru 1,8 milljónir evra eða um 40 milljónir íslenskra króna á ári og er íslensk verkefnaþátttaka eingöngu styrkt með því fjármagni. Samstarfslöndin auk Íslands eru Finnland, Svíþjóð, Skotland, Írland, Norður-Írland, Noregur, Grænland og Færeyjar. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 9,3 milljarðar íslenskra króna.

Styrkur til íslenskra þátttakenda getur numið allt að 60% af heildarkostnaði verkefnis.

Aðalverkefni: Hámarksstærð verkefnins er 2 milljónir evra. Þátttakendur verða að vera a.m.k. þrír og þar af einn frá evrópusambandslandi.   
Forverkefni: Hámarksstærð er 45 þúsund evrur. Að minnsta kosti tveir umsækjendur.
Almenna kynningu á Norðurslóðaáætluninni má nálgast hér.

Áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is

Tengiliður áætlunarinnar er Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.  Netfang: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.


NorthernSkyrslaSkýrsla um árangur Norðurslóðaáætlunarinnar fyrir árin 2007-2013 kom út í byrjun nóvember 2014

Meðal annars kemur fram í skýrslunni að krafan um að verkefnin skili áþreifanlegri vöru eða þjónustu hafi skilað góðum árangri.  Af 47 verkefnum sem áætlun styrkti á tímabilinu er 28 aðalverkefnum lokið. Afraksturinn er 164 nýjar vöru og/eða þjónusta. U.þ.b. 333 aðilar tóku þátt í verkefnunum og dreifðist verkefnaþátttaka nokkuð jafnt á milli þátttökulandanna og áherslna áætlunarinnar.

Einnig kemur fram í úttektinni að mörg verkefni skiluðu verðmætum afurðum sem erfiðara er að mæla, s.s. eins og aukið samstarf, myndun nýrra tengslaneta og viðhorfsbreytinga.

Lögð er áherla á yfirfærslu þekkingar í Norðurslóðaáætluninni og benda niðurstöður til þess að þátttakendur hafi nýtt samstarfið við aðrar þjóðir vel og aflað nýrrar þekkingar sem aðlagaðar voru aðstæðum á heimaslóðum.

Áhugasamir geta nálgast skýrsluna hér og skoðað verkefnagagnagrunn hér.  

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal