Veðurstofa Íslands

vedurstofan logo

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn umhverfisráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 70, 2008. Framkvæmdaráð stofnunarinnar stýrir daglegum rekstri stofnunarinnar. Hjá stofnuninni starfa um 120 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðisvið. Viðfangsefni Veðurstofu Íslands eru eðlisþættir jarðarinnar: Loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðal annars veðri, hafís, mengun, loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni, hniki á yfirborði jarðar, vatnafari, jöklabúskap, hlaupum og flóðum. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla, úrvinnsla og miðlun upplýsinga. Miðlunin er á formi tímaraða og korta, spáa, viðvarana, hættumats og almennra ráðlegginga. Þetta varðar samfélagslegt öryggi gagnvart náttúruvá og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Starfsemi Veðurstofu Íslands fer fram á fjórum sviðum: Athugana- og tæknisviði, úrvinnslu- og rannsóknasviði, eftirlits- og spásviði og fjármála- og rekstrarsviði. Veðurstofa Íslands heyrir undir umhverfisráðuneytið.

Veðurstofa Íslands á norðurslóðum

Veðurstofa Íslands tekur þátt í margvíslegu alþjóðasamstarfi, m.a. innan WMO (World Meteorological Organization), sem í mörgum tilfellum tengist norðurslóðamálefnum. Þar má nefna virka þátttöku í EC-PORS (Panel of Experts on Polar Observations, Research and Services), Arctic-HYDRA (The Arctic Hydrological Cycle; Monitoring and Assessment Program), GCW (Global Cryosphere Watch). Sömuleiðis sitja sérfræðingar Veðurstofunnar í ýmsum vinnuhópum IASC (International Arctic Science Committee) sem og annarra norðurslóðatengdra nefnda/vinnuhópa.

Verkefni

Vedurstofa skemuStór hluti þeirra verkefna sem snúa að vöktun eðlisþátta jarðar og unnin eru á Veðurstofu Íslands má tengja Norðurslóðarannsóknum á einn eða annan hátt. Niðurstöður þessarar vöktunar eru geymdar í löngum tímaröðum sem verða sífellt mikilvægari og eru nú vistaðar á stofnuninni upplýsingar um alla helstu veðurtengda þætti, s.s. hitafar, úrkomu, loftþrýsting og sól-og skýjafar, um vatnafar, jöklafar, hafís, jarðskjálfta, ofanflóð, vatnsflóð/jökulhlaup og aurburð í ám. Allt eru þetta ómetanlegar upplýsingar um breytingar á norðurslóðum síðustu áratugi og aldir. Unnið er í mörgum verkefnum að því að þróa afleiddar afurðir þessara mælinga og má þar nefna gerð afrennslis-  og vatnsorkukorta, flóðagreiningar, snjóþekjukort, yfirlit yfir farvegabreytingar jökuláa og afkomukort jökla. Ekki má gleyma stóru hlutverki Veðurstofunnar sem snýr að vöktun á náttúruvá, bæði með því að koma út viðvörunum til almennings sem og að vinna að hættumati og rannsóknum sem snúa að náttúruvá. 

Veðurstofan leiðir og/eða tekur þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum, jafnt innlendum sem erlendum. Þar á meðal eru fjölmörg, sem snúa að norðurslóðum á einn eða annan hátt. Hér að neðan eru nokkur dæmi um slík verkefni.

Í ársskýrslum Veðurstofunnar má sjá yfirlit og umfjöllun um þau verkefni sem stofnunin kemur að á hverju ári.

Útgáfa

Á vegum Veðurstofunnar birtast árlega tugir skýrslna, vísindagreina og ýmissa greinargerða og er útgáfan skráð í landskerfi bókasafna Gegni.is. Einnig er hægt að finna útgáfur hvers árs á vefsíðu stofnunarinnar.

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands.
Ritaskrá starfsmanna Veðurstofu Íslands.
Ársskýrslur Veðurstofu Íslands.

Vefsíða

vedur

Vefur Veðurstofunnar miðlar  rauntímaupplýsingum, viðvörunum, tilkynningum, gögnum, skýrslum, rannsóknarefni, fréttum, fróðleik og kynningarefni sem varðar stofnunina, á íslensku og ensku. Ýmis rannsóknar- og samstarfsverkefni hafa eigin vefi. Veðurstofan er í samstarfi við Almannavarnir vegna náttúruvár, hættuástands og áhættumats, í þeim tilgangi að bæta öryggi almennings og eigna. Á vefnum má finna fjölmargar upplýsingar um ýmis málefn tengdum veðri og vindumi. Þar má nefna norðurljósaspáeldingaspá, yfirlit yfir veðurstöðvar á Íslandi, upplýsingar um vind og vindorku á Íslandi, auk fróðleiks um veður af ýmsu tagi

Vefslóðin er: www.vedur.is

 

Vedurstofa Jorunn Hardardottir

Tengliður

Nafn: Jórunn Harðardóttir

Starfstitill: Framkvæmdastjóri úrvinnslu og rannsókna 

Tölvupóstur: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Símanúmer: (+354) 522 6000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal