Þekkingarnet Þingeyinga

tekkingarsetur tingeyinga logoÞekkingarnet Þingeyinga er símenntunar-, háskólaþjónustu- og rannsóknastofnun. Starfssvæði Þekkingarnetsins er Þingeyjarsýslur en aðalaðsetur þess er á Húsavík. Þekkingarnet Þingeyinga býður upp á námskeiðahald, hefur milligöngu um námsleiðir og námsframboð fyrir fólk og vinnustaði og rekur fjarnámssetur með þjónustu og vinnuaðstöðu fyrir háskólanema á svæðinu. Einnig er stofnunin miðstöð rannsókna og hýsir til lengri og skemmri tíma fólk, stofnanir og fyrirtæki sem stunda rannsóknir í héraðinu.

tekkingarnet tingeyinga husavikVerkefni Þekkingarnetsins

Frá stofnun Þekkingarnets Þingeyinga hefur það verið eitt af markmiðum stofnunarinnar að skapa miðstöð rannsókna fyrir Þingeyjarsýslur. Rannsóknasvið stofnunarinnar hefur tekið þátt í og framkvæmt ýmsar rannsóknir á svæðinu, sem vinna að því að styrkja svæðið og draga fram helstu einkenni þess. Nógur efniviður er til rannsókna og nauðsynlegt að fylgjast með félagslegum, efnahagslegum og lýðfræðilegum breytingum sem samfélagið glímir við á hverjum degi, þó vissulega séu alltaf einhver sérkenni á hverju svæði fyrir sig sem taka þarf tillit til.

Rannsóknasvið Þekkingarnetsins tekur að sér rannsóknir, kannanir og skýrslugerðir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Þar er bæði verið að fullvinna rannsóknir/kannanir og að taka þátt í þeim ásamt öðrum aðilum. Þá er einnig möguleiki að veita ráðgjöf við gerð rannsókna. Rannsóknasviðið er því nokkuð fjölþætt.

Sum verk á rannsóknasviði eru árstíðabundin og regluleg en önnur stök og tímabundin. Verkefnin eru eins misjöfn að umfangi og þau eru mörg. Á vefsíðu Þekkingarnetsins eru upplýsingar um rannsóknarvinnu sem er í gangi.

Rannsóknavinna í gangi.

tekkingarnet tingeyinga husavik svaediStarfsvæði Þekkingarnetsins.Útgefið efni

Þekkingarnetin hefur safnað saman skýrslum og ritum á tölvutæku formi sem það hefur unnið, haft umsjón með eða gefið út. Ekki er hægt að birta allt efni sem Þekkingarnetið kemur að, en á vefsíðu þess er hægt að nálgast það efni  sem aðgengilegt er á einföldu tölvutæku formi.

Útgefið efni.

 

oli tekkingarnet husavikÓli Halldórsson

Tengiliður

Nafn: Óli Halldórsson

Titill: Forstöðumaður

Tölvupóstur: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Sími: 464-5100

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal