Stefansson institute logo copy

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri er íslensk norðurslóðastofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 81 frá 26. maí 1997. Stofnuninni er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk viðvíkjandi rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. Verkefni stofnunarinnar tengjast í áherslu á þverfaglega og fjölþjóðlega umfjöllun um fræðilegar og hagnýtar lausnir á viðfangsefnum sem sérstaklega tengjast norðurslóðum. Stofnunin heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og hóf haustið 1998 starfsemi í húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð. Í október 2004 var stofnunin flutt í Borgir, nýtt húsnæði á háskólalóðinni. Fimm mann starfa að staðaldri hjá stofnuninni.

 Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar

Stofnunin heldur nafni Vilhjálms á lofti með ýmsum hætti. Á vefsíðu stofnunarinnar www.svs.is má meðal annars finna ágrip af ævi Vilhjálms sem og upplýsingar um farandsýningu um Vilhjálm en sýningin flakkar heimshorna á milli.

Hún opnaði á Akureyri árið 2000 og hefur meðal annars verið í Bandaríkjunum, Spáni, Grænlandi, Finnlandi, Kanada og Spáni. Á sýningunni er safn ljósmynda, upptakna, útgáfa, dagbóka korta og fleiri hluta sem tengjast Vilhjálmi.

Þróunarskýrsla norðurslóða e. Arctic Human Development Report I og II

Arctic human deveopment reportSkýrslan um þróun mannlífs og lífskjara á norðurslóðum, Arctic Human Development Report, kom út árið 2004. Hún var fyrsta alhliða skýrslan um þessa þróun en Stofnun Vilhjálms Stefánssonar gaf skýrsluna út. Skýrslan var unnin á vegum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2002-2004. Verkefnis- og ritstjóri skýrslunnar var Dr. Joan Nymand Larsson hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, en höfundar hennar eru um 90 sérfræðingar á norðurslóðum.

Annar áfangi skýrslunnar Arctic Human Development Report II kom út árið 2014.

Intergovernmental Panel on Climate Change IPCC

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út árið 2014 skýrsluna IPCC: Climate Change 2014: Synthesis Report. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sá um að stýra kafla um norðurslóðir og loftslagsbreytingar.

Þróunarvísar norðurslóða e. Arctic Social Indicators I og II

The Arctic Social Indicators, er skýrsla með þróunarvísum um samfélög á norðurslóðum.

Önnur verkefni

Fishernet (varðveisla, miðlun og nýting menningararfs sem tengist sjósókn, umhverfisþekkingu sjómanna og sérstakri menningu fiskveiðisamfélaga), Arctic Governance (samansafn skýrslna og greina um stjórnarhætti á norðurslóðum) o.fl. Auk þess fer fram vinna við heimasíðuna, sýninguna um Vilhjálm Stefánsson þá heldur Stofnun Vilhjálms utan um málefni Samvinnunefndar um málefni Norðurslóða og einnig úti síðunni The Arctic Is sem er upplýsingaveita um mannvist og umhverfi á norðurslóðum.

svs nielsVefsíða

Stofnunin heldur úti vefsíðu með ýmsum gagnlegum upplýsingum um rannsóknir og þróun mála á norðurslóðum, slóðin er www.svs.is

Tengiliður

Nafn: Níels Einarsson

Starfsheiti: Forstöðumaður

Tölvupóstur: ne [AT] svs [DOT] is

Símanúmer: 460-8981

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal