Rannsóknastöðin Rif

Rif LogoRannsóknastöðin Rif ses. var formlega stofnuð árið 2014, en hugmyndin að rannsóknastöðinni kom fram í kjölfar verkefnis Byggðastofnunar um „Brothættar byggðir“. Sex íslenskar rannsóknastofnanir standa að stöðinni auk sveitarfélagsins Norðurþings. Markmið Rannsóknastöðvarinnar er að efla og auka náttúrurannsóknir á Melrakkasléttu, safna saman og miðla upplýsingum um náttúrufar á svæðinu og styðja nærsamfélagið.

Rif leggur áherslu á að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir vísindamenn sem áhuga hafa á að nýta sér þá einstæðu möguleika sem Rifsjörð og Melrakkasléttan öll hefur upp á að bjóða. Rannsóknastöðin hefur einnig alfarið til umráða jörðina Rif – nyrstu jörð á Íslandi. Jörðin og náttúra hennar gefa óþrjótandi möguleika á hvers konar vöktun og rannsóknum á sviði náttúruvísinda norður við heimskautsbaug. Má þar nefna rannsóknir á gróðri og fuglalífi, lífi í vötnum frá hafi til heiða, ströndinni með öllum sínum líffræðilega margbreytileika og áhrifum hafs á landmótun. Melrakkasléttan og Raufarhöfn er einnig kjörinn vettvangur til rannsókna á samspili manns og náttúru auk byggðaþróunar.

Rannsóknastöðin Rif og norðurslóðir

Rif er aðili að INTERACT, sem er öflugt samstarf rannsóknastöðva á norðurslóðum sem telur nú 76 aðildarstöðvar allt í kringum norðurskautið. Loftslagsbreytingar og aukin umsvif manna kalla á frekara eftirlit, rannsóknir og vöktun á viðkvæmu lífríki norðurslóða og er rannsóknastöðin og aðstaðan sem hún býður upp á liður í slíkri eflingu. Norðurhluti Melrakkasléttu er skilgreindur sem arktískt svæði (e. Low Arctic) og hentar því afar vel til slíkra umsvifa. Vöktun er einnig grundvöllur þess að stjórnvöld geti brugðist við neikvæðum áhrifum með réttum hætti á réttum tíma.

Vefsíða

Rannsóknastöðin Rif hefur nú opnað vefsíðu þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um tengiliði, aðstöðu, umhverfi og verkefni stöðvarinnar. Auk þess er þar hægt að sækja um afnot af aðstöðunni og/eða leyfi til rannsókna eða vöktunar á landi Rifs.

Slóðin á vefsíðu Rannsóknastöðvarinnar Rifs er www.rifresearch.is. Einnig má benda á Facebook síðu Rifs.

ThorkellLindberg smallTengiliður

Nafn: Þorkell Lindberg Þórarinsson

Starfsheiti: Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og formaður stjórnar Rifs

Netfang: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Sími: 464-5100

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal