Northern Research Forum logo

Rannsóknarþing norðursins (e. Northern Research Forum), NRF, hefur verið starfrækt frá árinu 1999 en það var stofnað að frumkvæði Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Markmið þess er að skapa umræður og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólinn á Akureyri halda sameiginlega utan um rekstur og stjórnun skrifstofu Rannsóknaþingsins.

Alþjóðleg rannsóknarþing

NRF heldur reglulega alþjóðleg rannsóknaþing þar sem málefni norðurslóða eru rædd. Þar skapast vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu um hlutverk rannsókna sem tengjast sjálfbærri þróun og lífvænlegri búsetu, friði og öryggi, félagslegri stefnumótun, umhverfisstefnu og áhrifum hnattrænna breytinga.

Fyrsta þingið var haldið á Akureyri árið 2000. Á þingunum safnast saman fjölbreyttur hópur fræðimanna, stjórnmálamanna, embættismanna, fólks úr atvinnulífinu og ungra vísindamanna ásamt fulltrúum frumbyggja.

Rannsóknarþingin hafa meðal annars verið haldin á Akureyri, Í Novgrod, Yellowknife, Oulu/Luleå, Anchorage og Hveragerði en nánar er hægt að lesa um þingin á vef NRF hér.

Árbók norðurslóða

Arctic YearBook 2018

NRF gefur út Árbók norðurslóða (e. Arctic Yearbook), ásamt Háskóla Norðurslóðanna. Bókin er vettvangur fyrir stefnumótandi greinar, umræðu og rannsóknir sem snúa að framtíð norðurslóða. Ritstjórnina skipa fræðimenn frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kanada, Kína og Norðurlöndum auk formanns Norðurskautsráðsins.

Ritstjóri árbókarinnar er Lassi Heininen, stjórnarformaður NRF. Í fyrstu árbókinni er m.a. fjallað um nýjar siglingaleiðir á norðurslóðum, aðild ríkja í Asíu og Evrópu, svo sem Kína, Japan, Singapore, Frakklands og Bretlands, að málefnum norðurslóða, breytingar á náttúru og umhverfi og áhrif frumbyggja á framtíð norðurslóða.

Vefsíða bókarinnar.

Vefsíða

Hægt er að nálgast vefsíðu NRF á slóðinni www.rha.is/nrf

Tengiliður

ha gunnarmar
Nafn: Gunnar M. Gunnarsson
Starfsheiti: Verkefnastjóri
Netfang: gunnarmg[at]unak.is
Sími: 515 5826

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal