RHA logo eng copy

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) er sjálfstæð rekstrareining innan Háskólans á Akureyri (HA). RHA var stofnað 1992 og hefur gert framkvæmt fjölda rannsókna og ráðgjafarverkefna fyrir fyrirtækni, stofnanir og ráðuneyti bæði innanlands og erlendis. Megin markmið RHA er að efla rannsóknir við HA og styrkja tengsl Háskólans við atvinnulífið. Þá aðstoðar RHA og hefur frumkvæði að þróun nýrra verkefna og setra innan háskólans. Meðal slíkra verkefna er Rannsóknaþing Norðursins eða Northern Research Forum (NRF) og skrifstofa þess er vistuð hjá RHA.

 Þverfagleg nálgun

RHA leitast við að hafa þverfaglega nálgun í mörgum sinna verkefna eins og endurspeglast í fjölbreyttum bakgrunni starfsmanna. Miðstöðin hefur tekið þátt í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum, venjulega innan evrópskra eða norrænna samstarfsvettvanga. RHA er með átta starfsmenn, sem sumir hverjir eru í hlutastöðum. Góð tengsl eru við akademíska starfsmenn HA og starfar RHA oft með þeim í rannsóknaverkefnum eða framkvæmir skilgreinda hluta rannsókna fyrir þá.
Helstu áhugasvið og sérhæfing starfsmanna í rannsóknum:
• Byggðaþróun og byggðastefna
• Fjölmiðlar
• Framkvæmd og utanumhald um kannanir
• Kynjafræði
• Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra
• Lýðfræði
• Orkumál og samfélagsáhrif orkunýtingar
• Samgöngumannvirki, þróun þeirra og samfélagsáhrif
• Sveitarstjórnarmál
• Vinnumarkaður
Hægt er að nálgast rannsóknarverkefni RHA hér

Rannsóknarumhverfi með norðurslóðaáherslu

RHA er staðsett í rannsóknabyggingunni Borgum á svæði Háskólans á Akureyri ásamt nokkrum rannsóknastofnunum og -miðstöðum sem meðal annars eru, Náttúrufræðistofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, the International Arctic Science Committee (IASC), skrifstofur Norðusrskautsráðsins (Arctic Council); CAFF and PAME og Norðurslóðanet Íslands. Raunar hefur myndast klasi stofnana og miðstöðva með norðurslóða áherslu á Borgum og þar með gert Akureyri að leiðandi borg í rannsóknum á málefnum norðurslóða.

Vefsíða

Tengiliður

gudrunrosathorsteinsdottir 300x400d

Nafn: Dr. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir 
Starfsheiti: Forstöðumaður
Netfang: gudrunth[at]unak.is 
Sími: 460-8901 

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal