rannis logo

Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands veitir stuðning við rannsóknir, rannsóknatengt nám, tækniþróun og nýsköpun, auk menntunar, menningar og mannauðs. Rannís aðstoðar þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum auk þess að að kynna áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag. Rannís stendur fyrir ýmsum viðburðum og heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Miðstöðin hefur aðalaðsetur í Reykjavík auk þess sem hún hefur skrifstofu á Akureyri.

 Útgefið efni

Rannís gefur út skýrslur og birtir á vefsíðu sinni, efnið er aðgengilegt hér.

Vefsíða

Rannís heldur úti öflugri vefsíðu og er einnig virk á samfélagsmiðlum. Á vefnum er yfirlit yfir samkeppnissjóði og markáætlanir sem veita styrki til íslenskra rannsókna og tækniþróunar, upplýsingar um alþjóðlegt samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar, meðal annars á sviði norðurslóða. Á síðunni má finna upplýsingar frá Mats- og greiningarsviði Rannís en það annast gagnaöflun, úrvinnslu, greiningu og miðlun upplýsinga um vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun. Þar eru einnnig upplýsingar um ýmsa viðburði á borð Rannsóknaþing Rannís, Haustþing og Nýsköpunarþing, auk Vísindavöku og Vísindakaffis.

Vefsíðan er: www.rannis.is

Rannís og norðurslóðir

IMG 1351

Rannís á aðild fyrir Íslands hönd að Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndinni (e. International Arctic Science Committee - IASC) , sem sameinar innan sinna vébanda opinberar stofnanir og samtök á sviði norðurslóðavísinda í nítján ríkjum. Starf IASC felst að verulegu leyti í því að skipuleggja alþjóðlegar ráðstefnur og verkefni á sviði norðurslóðarannsókna. Þá tekur Rannís einnig þátt í starfi SAON; Sustaining Arctic Observation Networks, sem er samstarfsverkefni IASC og Norðurskautsráðsins.

Rannís sinnir samstafi Kína og Norðurlanda um rannsóknir á norðurslóðum, m.a samstarf við Noreg, ESB. o.fl. ríki og fjölþjóðasamtök. Þá á Rannís sæti í Samvinnunefnd um málefni norðurslóða.

Þá kemur Rannís að ýmsum verkefnum, til að mynda Clik'EU verkefninuToppforskningsinitiativet  verkefninu og Rannsóknarþingi norðursins, NRF. Rannís sér einnig um úthlutum ýmsra sjóða sem tengjast norðurslóðum.

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri mats- og greiningarsviðs, hefur umsjón með verkefnum Rannís í málefnum norðurslóða.

 

 

 

 

 

Tengiliður

rannis Thorsteinn Gunnarsson 150x193

Nafn: Þorsteinn Gunnarsson
Starfsheiti: Sviðsstjóri mats- og greiningarsviðs og umsjónarmaður norðurslóðamála
Tölvupóstur: thorsteinn [DOT] gunnarsson [AT] rannis [DOT] is
Símanúmer: +354 515-5822 / +354 460 8519

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal