Matís

logo matisHlutafélagið Matís ohf. tók til starfa 1. janúar 2007 á grundvelli laga nr. 68/2006 og heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í hlutafélaginu sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem unnið höfðu að matvælarannsóknum og þróun í matvælaiðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar.

Hlutverk stofnunarinnar er þríþætt:
- Efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
- Bæta lýðheilsu
- Tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Verkefnin eru unnin í samvinnu við innlenda matvælaframleiðendur, háskóla og alla þá sem með einhverjum hætti veita matvælaiðnaði þjónustu.

Starfsstöðvar

Frá upphafi hefur Matís byggst á neti starfsstöðva um allt land. Starfsstöðvar eru nú 10 talsins, að höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík meðtöldum og eru starfsmenn þeirra tengdir öllum fagsviðum fyrirtækisins.

Áherslur starfsstöðvanna eru fjölbreyttar, endurspegla vítt starfssvið Matís og faglega þekkingu innan fyrirtækisins. Að sama skapi taka starfsstöðvarnar einnig mið af nærsamfélaginu á hverjum stað og þeim þörfum sem þar eru. Þannig eru starfsstöðvar Matís á Ísafirði og í Vestmanneyjum í tveimur af stærri sjávarútvegsstöðum landsins, hjá Matís á Höfn í Hornafirði hefur mikið starf verið unnið með humarframleiðendum og á Sauðárkróki er líftækni lykillinn að samstarfi við heimaaðila í matælavinnslu. Mælingaþjónustan í Neskaupstað er mikilsverð bæði fyrir framleiðslufyrirtæki og opinbera eftirlitsaðila á heilbrigðissviði á Austurlandi og hjá Matís á Akureyri hefur hefur byggst upp mikil rannsóknarþekking í fiskeldi. Loks er að geta matarsmiðjanna sem Matís hefur síðustu ár byggt upp á Höfn í Hornafirði og Flúðum. Þar eru opnaðir möguleikar fyrir áhugasama matvælaframleiðendur heima í héraði og þeim hjálpað til að láta draum um framleiðsluvörur og atvinnunýsköpun verða að veruleika.

Matís á norðurslóðum

Rannsóknir á strandveiðum í Norður-Atlantshafi, bættri nýtingu auðlinda norðurslóða, mengunarálagi vegna kolvatnsefna í tengslum við hlýnun jarðar, aukna skipaumferð um Norðurhöfin og frekari nýtingu auðlinda.

Yfirstandandi verkefni

Norrænt korn - Ný tækifæri. Hófst: 1.8.2013.  Áætluð lok: 31.07.2015.
Markmiðið með verkefninu er að stuðla að vexti og sjálfbærni á norðurslóðum með því að þróa kornrækt og hagnýtingu korns.

Strandveiðar í Norður-Atlantshafi.  Hófst: 1.3.2013. Áætluð lok: 01.03.2015.
Í verkefninu verður sjónum beint að strandveiðiflotanum í N-Atlantshafi þ.e.a.s. í Noregi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Kanada.

Aquaponics. Hófst: 29.6.2011. Áætluð lok: 31.08.2015.
Markmið verkefnisins er að setja upp "aquaponics" á Norðurlöndunum.

Norðurheimskautið - Hreint og ómengað? Hófst: 1.3.2010. Áætluð lok: 01.01.2014.
Hlýnun jarðar gerir Norðurhöfin aðgengileg fyrir aukna skipaumferð og frekari nýtingu olíuauðlinda.

Vefsíða

Matís heldur úti vefsíðu þar sem margvíslegar upplýsingar er að finna um starfsemina og verkefni sem stofnunin vinnur að.

Vefslóðin er www.matis.is

Arnljotur Bjarki BergssonTengiliður

Nafn: Arnljótur B. Bergsson

Starfsheiti: sviðsstjóri

Netfang: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Símanúmer: 422-5013

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal