Skjoldur Landhelgisgaeslu merki copy

Landhelgisgæsla Íslands var stofnuð árið 1926 og hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar frá upphafi gætt hagsmuna þjóðarinnar við verndun fiskimiðanna og björgunarstörf, stundum í kröppum dansi, eins og alkunna er. Þeir hafa einnig ávallt verið reiðubúnir til þess að aðstoða sjófarendur og fólk úti á landsbyggðinni, oft á tíðum við erfiðustu aðstæður, þegar öll sund hafa virst lokuð. Að auki gegna þeir lögum samkvæmt hinum margvíslegustu þjónustuhlutverkum við strendur landsins og á landgrunninu.

Helstu verkefni Landhelgisgæslunnar eru löggæsla og eftirlit á hafinu umhverfis Ísland, ábyrgð og yfirstjórn á leit og björgun á sjó og aðstoð við björgun og sjúkraflutninga á landi. Þá sinnir gæslan einnig sjómælingum og sjókortagerð, sprengjueyðingu, rekstri fjarskipta- og ratsjárstöðva og umsjón með öryggissvæðum og eignum NATO á Íslandi.

 

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal