Jafnrettisstofa logo

Jafnréttisstofa var opnuð á Akureyri í september árið 2000. Stofan annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög nr. 10 frá 2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hlutverk Jafnréttisstofu er skilgreint í 4. grein laganna en stofnunin heyrir undir yfirstjórn velferðarráðherra. Verkefni sem Jafnréttisstofa annast eru meðal annars að hafa eftirlit með framkvæmd laganna, miðlun upplýsinga um jafnrétti kynjanna auk þess að sinna fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á öllum stigum. Þá ber Jafnréttisstofu að fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu, meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum.

 

 

 

 

gender site a

Vefsíða

Jafnréttisstofa heldur úti vefsíðu þar sem auk upplýsinga um stofnunina og starfsmenn hennar, má lesa fréttir, greinar og skýrslur, fræðast um yfirstandandi verkefni og finna slóðir á ýmsa vefi íslenskra og erlendra stofnana, fyrirtækja og félaga. Efni á vef Jafnréttisstofu má lesa á íslensku og ensku.

Vefslóðin er: www.jafnretti.is.

 

 

Jafnréttisstofa á norðurslóðum

Jafnréttisstofa hefur unnið að jafnréttismálum á norðurslóðum, þá ekki minnst í vestnorrænu samstarfi. Sem dæmi má nefna þátttöku og leiðandi starf stofunnar í rekstri netmiðils um jafnréttismál á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Verkefnið, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, hófst árið 2012 og er að lágmarki til tveggja ára.
Vefinn má skoða hér.

Áhersla á og umræða um jafnréttismál birtist á fjölbreytilegan hátt á norðurslóðum líkt og víðar í veröldinni. Þróunarskýrsla norðurslóða (e.  Arctic Human Development Report)  frá árinu 2004 birti sérstakan kafla um jafnrétti kynjanna á ýmsum svæðum norðurslóða. Kaflann má lesa hér.

Í október 2014 skipulögðu utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Norðurslóðanet Íslands alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni Gender Equality: Current Realities, Future Challenges og var hún vel heppnuð í alla staði. Vefur ráðstefnunnar er hér og í byrjun árs 2015 var unnin skýrsla úr efni ráðstefnunnar. Skýrsluna má finna hér.

Útgefið efni

Á vef Jafnréttisstofu má finna viðamikið safn útgefins efnis sem snertir jafnrétti, bæði hér á landi sem og í fjölþjóðlegu samhengi. Þar er um að ræða efni útgefið af Jafnréttisstofu sem og öðrum aðilum, jafnt innlendum sem erlendum.

Þar á meðal eru skýrslur sem ekki hvað síst hafa skírskotun til norðurslóðasvæðisins eða hluta þess. Má þar nefna skýrslu um rannsókn á velferðarmálum sem talin eru skipta máli fyrir ungar Vestnorrænar konur, sem og skýrslu um mismunandi áhrif loftlagsbreytinga á kynin.

Konur og velferð í Færeyjum, Grænlandi og á Íslandi (2010)

Gender and Climate change (2009)

Meðal annars efnis má nefna:
 - Konur og karlar á Íslandi 2013
 - Konur og karlar á Íslandi 2012
-  Konur og karlar á Íslandi 2011
 - Hvað er jafnréttisáætlun? – Leiðbeiningar við gerð jafnréttisáætlunar (2008)
 - Parental Leave, Care Policies & Gender Equalities in the Nordic Countries
-  Eflum lýðræði, konur í sveitarstjórnir (2010)

Skýrsla um pólitísk og efnahagsleg völd kvenna á Norðuröndum - sænska (2009):
 - I. Staða mála í viðkomandi löndum
 - II. Umræður og greining

Tengiliður

katrin bjorg

Nafn: Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Starfstitill: Framkvæmdastýra
Tölvupóstur: katrin [AT] jafnretti [DOT] is
Símanúmer: 462 6200

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal