Polar Law Institute logo copy

Polar Law Institute - Heimskautaréttarstofnunin er sjálfstæð stofnun við Háskólann á Akureyri. Hún var stofnuð árið 2009 með það að meginmarkmiði að skipuleggja árlega ráðstefnu á sviði Heimskautaréttar. Tilgangur stofnunarinnar er auk þess að styðja við nám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri, standa fyrir sjálfstæðum rannsóknarverkefnum og í samstarfi við aðra aðila, stuðla að samvinnu á sviði heimskautaréttar og gefa út rit um málefni tengd heimskautunum. 

 

 

 

 

Nám í heimskautarétti

northern research forum olafur Ragnar grimsson arcticMeistaranám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri er það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Heimskautaréttur lýsir lagaumhverfi Norður- og Suðurskautsins. Í námsefninu er lögð áhersla á þau svið landsréttar og alþjóðlegs og svæðisbundins réttar sem tengjast heimskautasvæðunum.

Tekið er á viðfangsefnum umhverfislaga og fjölbreytni lífríkisins, mannréttinda, hafréttar, laga um sjálfbæra þróun og auðlindir, þar á meðal á álitamálum er varða fullveldi og deilur um markalínur á sjó og landi, réttindi frumbyggja í norðri, sjálfstjórn og stjórnfestu svo og landa- og auðlindakröfur á heimskautasvæðunum.

Nánar um námið.

Árlegar ráðstefnur um málefni norðurslóða

Stofnunin hefur staðið fyrir árlegum ráðstefnum frá árinu 2008 um málefni norðurslóða, þar sem fjallað er um lagaleg viðfangsefni tengd heimskautunum.

Yfirlit yfir ráðstefnurnar:

2008 Ráðstefna á Akureyri

2009 Ráðstefna á Akureyri

2010 Ráðstefna á Akureyri

2011 Ráðstefna í Nuuk

2012 Ráðstefna í Rovaniemi

2013 Ráðstefna á Akureyri og í Reykjavík

2014 Ráðstefna í Tasmania

2015 Ráðstefna í Alaska 23.-26. september

yearbook polar law arcticÚtgefið efni

Polar Law Institute - Heimskautaréttarstofnunin hefur gefið út bækurnar Polar Law Textbook I og II. Bækurnarsinna aukinni eftirspurn eftir kennsluefni um lögfræðileg viðfangsefni á norðurslóðum, svo sem umhverfislög, hafrétt, mannréttindi og stjórnfestu.

Stofnunin gefur reglulega út Yearbook of Polar Law, þar sem er safnað saman ritrýndum greinum, sem flestar eiga uppruna sinn á árlegum ráðstefnum stofnunarinnar.

Nánar um útgáfurnar

Polar Law Textbook

Polar Law Textbook II

Yearbook of Polar Law

Viðbótarupplýsingar

Embla Eir OddsdottirTengiliður

Nafn: Embla Eir Oddsdóttir

Starfsheiti: Framkvæmdastýra

Tölvupóstur: embla[at]polarlaw.is

Símanúmer: 895 7704

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal