RU logo fsize copy

Háskólinn í Reykjavík (HR) samanstendur af fjórum deildum - viðskiptadeild, tölvunarfræðideild, lagadeild og tækni- og verkfræðideild. HR býður upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám. Háskólinn í Reykjavík er hlutafélag og eru hluthafar sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. HR er annar stærsti háskóli landsins, með um 3.300 nemendur, 250 kennara og starfsfólk auk um 200 kennara í hlutastarfi. Starfsmenn háskólans koma frá um 20 löndum. Um 140 akademískir starfsmenn (lektorar, dósentar, prófessorar, aðjúnktar, nýdoktorar, gesta prófessorar og aðrir sérfræðingar) vinna við HR að ýmsum rannsóknarverkefnum í samvinnu við bæði innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki.

 

HR og norðurslóðir

Háskólinn í Reykjavík er aðili að Háskóla norðurslóða (University of the Arctic – Uarctic). Við háskólann eru stundaðar rannsóknir, sem margar snerta málefni norðurslóða. Má þar nefna rannsóknir innan lögfræði, t.d. á sviði hafréttar og umhverfisréttar (lagadeild), rannsóknir á sviði áhættumats (tækni- og verkfræðideild), á sviði alþjóðaviðskipta (viðskiptadeild) og á sviði tölvutækni (tölvunarfræðideild). Við háskólann er einnig starfandi orkuskóli (Iceland School of Energy) í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Íslenskar orkurannsóknir (ISOR). Orkuskóli HR, sem er hluti af tækni- og verkfræðideild HR, leggur áherslu á nám um sjálfbæra orku í nánu samstarfi við leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku.

Útgefið efni

Rannsóknir við HR
Akademískir starfsmenn HR
Yfirlit yfir birtingar akademískra starfsmanna HR á ritrýndum vettvangi
Styrkur HR í rannsóknum
Ársskýrslur HR og kynningarefni
Stefna HR

Vefsíða

Tengiliður

Nafn: Kristján Kristjánsson
Starfsheiti: Forstöðumaður rannsóknarþjónustu
Tölvupóstfang: kk [AT] hr [DOT] is
Símanúmer: 599 6372

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal