Háskólinn á Akureyri er opinber skóli sem stofnaður var árið 1987. Skólinn býður upp á fjölbreytt námsumhverfi með það hlutverk að "skapa heim þar sem nemendum líður vel í persónulegu umhverfi sem örvar þá til skapandi verka". Boðið er upp á nám á þremur fræðasviðum, heilbrigðisvísindasviði, hug- og félagsvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði. Um 2000 nemendur stunda nám við skólann, þar af um helmingur í sveigjanlegt námi, og við hann starfa um 190 starfsmenn.
HA og norðurslóðir
Háskólinn á Akureyri. Mynd: Hjalti Þór HreinssonHáskólinn á Akureyri er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á nám sem er sérstaklega miðað að norðurslóðum, nám í Heimsautarétti. Auk þess býður Háskólinn upp á norðurslóðafræði sem áherslusvið í hug- og félagsvísindadeild. Þá er boðið upp á fjölda námskeiða í öðrum deildum sem tengjast norðurslóðum sterkum böndum, sér í lagi í sjávarútvegsfræði.
HA er stofnaðili í University of the Arctic, samstarfsneti háskóla og stofnana með það markmið að stuðla að öflugri kennslu og rannsóknum á norðurslóðum. Hann á í víðtæku samstarfi í málefnum norðurslóða, meðal annars í gegnum Thematic Networks hjá UArctic, þar sem sértæk málefni norðurslóða eru til umfjöllunnar.
Við háskólann er starfrækt prófessorstaða í heimskautafræðum sem kennd er við Fridtjof Nansen. Henni gegnir nú Dr.Jessica Shadian. Starf prófessorsins felst einkum í að þróa viðeigandi námsleiðir við skólann, sér í lagi í heimskautafræðum, að efla kennslu og rannsóknir á sviði heimskautafræða og að halda fyrirlestra um málefni norðurslóða á Akureyri, Íslandi og erlendis.
Norðurslóðamálefni Háskólans
Nansen prófessorstaðan
Norðurslóðanám við HA
Útgefið efni HA
Greinar í ritrýndum fræðiritum eftir starfsfólk HA
HA í Skemmunni, ritsafn starfsfólks og nemenda
Ársfundir og ársskýrslur háskólans
Stefna Háskólans á Akureyri
Nánari upplýsingar um útgáfu HA
Vefsíða
Vefsíða háskólans er mjög aðgengileg en nýtt útlit var tekið í gagnið í byrjun árs 2013. Þar gefur að líta ítarlegar upplýsingar um grunnnámsleiðir skólans, leiðir í fjarnámi og framhaldsleiðir skólans. Þar eru einnig myndbönd og upplýsingar um skólann, upplýsingar um þjónustu, rannsóknir og almennar upplýsingar og fróðleikur um skólann.
Í vefvarpi skólans eru upptökur af fyrirlestrum og viðburðum á vegum skólans.
Vefsíðan er: www.unak.is
Tengiliður
Nafn: Rúnar Gunnarsson
Starfsheiti: Forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs
Tölvupóstur: runarg -at- unak.is
Símanúmer: 460-8009