1200px University of Iceland logo.svg copy

Nemendur eru um 14 þúsund talsins og starfsmenn nærri fimmtán hundruð auk þess sem um 2500 stundakennarar koma að kennslu í skólanum. Háskóli Íslands hefur brautskráð yfir 40 þúsund nemendur, sérfræðinga og stjórnendur, sem hafa tekið virkan þátt á öllum sviðum íslensks samfélags. Skólinn er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education World University Rankings.

Tengsl við norðurslóðir

Háskóli Íslands er alþjóðlegur háskóli og kappkostar að skapa ungu fólki tækifæri, heima sem að heiman. Kennarar eiga í umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Vísindamenn af fjölbreyttum fræðasviðum Háskóla Íslands stunda rannsóknir tengdar norðurslóðum auk þess sem skólinn rekur Rannsóknarsetur um norðurslóðir (Centre for Arctic Policy Studies - CAPS) undir hatti Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknasetrinu er ætlað að vera vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk og stefnu ríkja, stofnana og óopinbera aðila í stjórnarháttum, menningu og samfélagi á norðurslóðum. Rannsóknarsetrið hefur leitað eftir samstarfi við aðra íslenska háskóla, íslensk og erlend rannsókna- og fræðasetur á sviði norðurslóðarannsókna og við sérfræðinga í opinbera geiranum og einkageiranum á Íslandi og víðar. Norðurslóðarannsóknir innan Háskóla Íslands snúa m.a. að náttúru og dýralífi, auðlindum og ferðaþjónustu, sögu og menningu.

Vefsíða

Tengiliður

Bjargey Anna Gubrandsdttir

Nafn: Bjargey Anna Guðbrandsdóttir
Starfsheiti: Verkefnastjóri
Netfang: arctic [AT] hi [DOT] is
Sími: 5255457

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal