CAFF logo

Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en CAFF sinnir málefnum er varða verndun lífríkis á norðurslóðum.

CAFF stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. CAFF er stýrt af CAFF stjórninni sem er skipuð fulltrúum landanna átta og fulltrúum frumbyggja. Einnig hafa sérstakir hagsmunaaðilar áheyrnarrétt að stjórnarfundum.

 

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal