arctic services logo

Arctic Services var formlega stofnað í febrúar 2013 og er félaginu stýrt af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Félagið er samstarfsverkefni fjölda fyrirtækja og stofnana Eyjafjarðarsvæðinu. Opnun nýrra siglingaleiða um Norður-Íshafið og aukin umsvif í námu- og olíuvinnslu á heimskautasvæðinu eru helstu forsendur fyrir stofnun Arctic Services.

Aðildaraðilar félagsins búa yfir sérþekkingu og reynslu sem nýta má við framkvæmdir á norðurslóðum og má þar nefna fyrirtæki sem sinna iðnrekstri og tæknilegri þjónustu, rannsóknum, verkfræði og flugsamgöngum, auk opinberra þjónustufyrirtækja á svæðinu. Meginmarkmiðið með stofnun Arctic Services er að stuðla að því að hin margvíslega þjónusta og þær meginstoðir innviða sem til staðar eru á svæðinu, verði vel aðgengilegar og sýnilegar þeim sem hyggja á þátttöku í olíuleit og námuvinnslu sem og aðrar framkvæmdir á norðurslóðum.

Jafnframt er stefnt að enn aukinni samvinnu og þjónustu við Grænlendinga.

Vefsíða

Súlur

Arctic Services heldur úti vef þar sem auk upplýsinga um félagið og stofnaðila þess, má lesa fréttir um tengd málefni auk þess sem vefurinn sýnir vel flokkað yfirlit um framkvæmda- og þjónustuaðila eftir mismunandi geirum atvinnulífs. Þá má á vefnum finna viðamikinn kynningarbækling félagsins á PDF útgáfu, en þar er fjallað nokkuð ítarlega um þau fyrirtæki og stofnanir sem að félaginu koma og þá þjónustu sem þau hafa að bjóða.

Kynningarbækling Arctic Services má lesa hér.

Vefslóð heimasíðu Arctic Services er www.arcticservices.is

Tengiliður

Elva Gunnlaugsdottir

Nafn: Elva Gunnlaugsdóttir
Starfsheiti: Verkefnisstjóri
Tölvupóstfang: elva [AT] afe [DOT] is
Símanúmer: 460 5700

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal