Mannvirkjastofnun

mvs logo vefMannvirkjastofnun tók til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 sem tóku gildi þann sama dag. Nýja stofnunin tók við því hlutverki á sviði brunavarna og rafmagnsöryggismála sem Brunamálastofnun hafði áður, en fékk jafnframt það verkefni að hafa yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála. Mannvirkjastofnun er umhverfis- og auðlindaráðherra til aðstoðar hvað varðar brunamál, rafmagnsöryggismál og byggingarmál. Stofnunin er stjórnsýslustofnun sem stuðlar að samræmdu byggingareftirliti um allt land, meðal annars með gerð leiðbeininga, skoðunarhandbóka og með beinum íhlutunarrétti ef byggingareftirlit sveitarfélaganna er ekki í samræmi við ákvæði laganna. Ennfremur annast stofnunin löggildingu hönnuða og iðnmeistara og gefur út starfsleyfi fyrir byggingarstjóra og faggiltar skoðunarstofur á byggingarsviði. Stofnunin skal einnig sinna markaðseftirliti með byggingarvörum og taka þátt í gerð íslenskra og evrópskra staðla á sviði byggingarmála. Mannvirkjastofnun hefur jafnframt eftirlit með því að slökkvilið séu skipulögð, búin tækjabúnaði og skipuð mannskap sem hafi nægjanlega menntun og þjálfun til að sinna hlutverki sínu.

Mannvirkjastofnun á norðurslóðum

Mannvirkjastofnun hefur á undanförnum árum lagt vaxandi áherslu á þátttöku í ýmsum rannsóknum á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði og á sviði björgunarmála. Að frumkvæði stofnunarinnar var ráðinn doktorsnemi til umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands til að vinna að verkefni sem varðar viðbragð við neyðarástandi á norðurhöfum og er verkefnið meðal annars tilkomið vegna samþykktar á lögum nr. 166/2008 er varða væntanlega olíuleit austur af Íslandi. Þar er Mannvirkjastofnun falið að sinna málefnum sem lúta að eldvarnaeftirliti og setja reglur um öryggismat og hlutverk slökkviliða vegna eld- og sprengihættu. Einnig skal stofnunin veita byggingarleyfi fyrir mannvirkji sem nota skal til vinnslu kolvetna á hafi úti og ber þannig ábyrgð á stjórnsýslu byggingarmála þar. Ofangreint doktorsverkefni er fjármagnað af rannsóknarsjóðum Evrópubandalagsins og unnið í samvinnu við ýmsa evrópska aðila, meðal annars norska brunamálaskólann (Norges Brannskole) og sænska systurstofnun Mannvirkjastofnunar (Myndigheten för samhällssäkerhet och beredskap).

Mannvirkjastofnun tekur þátt í þverfræðilegu verkefni sem leitt er af Háskóla Íslands, en verkefnið hlaut 420 milljóna króna styrk frá NordForsk til að koma á fót norrænu öndvegissetri um rannsóknir á því hvernig auka megi öryggi samfélaga. Verkefnið, sem kallast NORDRESS, er víðtækt og þverfræðilegt og mun fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum vinna að því á næstu fimm árum, en stærstur hluti verkefnisins verður unninn á Íslandi. Mannvirkjastofnun er einkum tengd þeim hluta verkefnisins sem lýtur að viðbragðshæfni vegna slysa á Norðurslóðum og tengist verkefninu sem nefnt er hér að ofan.

Útgáfa

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar

Vefsíða

Vefur Mannvirkjastofnunar mikilvægt tæki fyrir stofnunina til þess að miðla upplýsingum áfram til viðskiptavina, bæði fagaðila og almennings. Slóðin er www.mvs.is

BjornKarlssonBjörn KarlssonTengiliður

Nafn: Björn Karlsson

Starfstitill: Forstjóri

Tölvupóstur: Denne email adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.

Símanúmer: 591 6000

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal