logo akureyrarbaerjpg

Akureyri er bær í Eyjafjarðarsýslu á Íslandi og er vestan Eyjafjarðar við botn hans. Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands og það fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann.

Arctic Portal logo

Norðurslóðagáttin (e. Arctic Portal) er alhliða vettvangur upplýsingamiðlunar um norðurslóðir. Hún er tengiliður ýmissa vöktunarkerfa, sem fylgjast með veðurfarsbreytingum, landrofi, lífríki og þjóðfélags- og efnahagsþróun. Þannig er vísindasamfélagi, stjórnvöldum og almenningi gert kleift að eiga greiðan aðgang að upplýsingum um ástand og breytingar á norðurslóðum ekki síður en sérmenntuðum vísindamönnum.

Yfir 40 norðurslóðasamtök og –vinnuhópar hafa sett upp vefsetur og vinnusvæði hjá Norðurslóðagáttinni. Meðal þeirra eru Norðurslóðanet Íslands, vinnuhópar Norðurskautsráðsins CAFF og PAME, Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) Alþjóðsamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum (IASSA) og NRF.

arctic services logo

Arctic Services var formlega stofnað í febrúar 2013 og er félaginu stýrt af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Félagið er samstarfsverkefni fjölda fyrirtækja og stofnana Eyjafjarðarsvæðinu. Opnun nýrra siglingaleiða um Norður-Íshafið og aukin umsvif í námu- og olíuvinnslu á heimskautasvæðinu eru helstu forsendur fyrir stofnun Arctic Services.

Aðildaraðilar félagsins búa yfir sérþekkingu og reynslu sem nýta má við framkvæmdir á norðurslóðum og má þar nefna fyrirtæki sem sinna iðnrekstri og tæknilegri þjónustu, rannsóknum, verkfræði og flugsamgöngum, auk opinberra þjónustufyrirtækja á svæðinu. Meginmarkmiðið með stofnun Arctic Services er að stuðla að því að hin margvíslega þjónusta og þær meginstoðir innviða sem til staðar eru á svæðinu, verði vel aðgengilegar og sýnilegar þeim sem hyggja á þátttöku í olíuleit og námuvinnslu sem og aðrar framkvæmdir á norðurslóðum.

CAFF logo

Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council), sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en CAFF sinnir málefnum er varða verndun lífríkis á norðurslóðum.

CAFF stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. CAFF er stýrt af CAFF stjórninni sem er skipuð fulltrúum landanna átta og fulltrúum frumbyggja. Einnig hafa sérstakir hagsmunaaðilar áheyrnarrétt að stjórnarfundum.

Chnges logoThe Center for Human GeoEnvironmental Studies (CHNGES) is a Center of Excellence within the Western Kentucky University Applied Research and Technology Program. It housed in the WKU Dept of Geography and Geology. CHNGES is an interdisciplinary Center founded in the environmental geosciences at its academic home of Western Kentucky University.

The Center’s connects climate, sustainability, water, and human-environmental interactions through integrating research, outreach, education, and communication.

Key words: #interdisciplinary #geoscience #climate #sustainability #environmental #research #education

Fjardarbyggd Municipality logo copy

Fjarðabyggð er rík af sögu, bæði Íslandssögu og austfirskri sögu. Sveitarfélagið geymir mikilvæga hluta af atvinnusögu landsmanna, útgerðar- og verslunarsögu og iðnaðarsögu, að hernámssögunni ógleymdri. Í Fjarðabyggð eru sex bæjar- og þéttbýliskjarnar. Bæjarkjarnar eru fimm talsins með Neskaupstað nyrst. Fyrir sunnan hann liggur Eskifjörður, þá Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður og svo kemur Stöðvarfjörður syðstur. Í Mjóafirði, sem er nyrsti hluti Fjarðabyggðar, er þéttbýliskjarni. Á því svæði sem myndar Fjarðabyggð landfræðilega voru á árinu 1987 níu sveitarfélög. Fyrr á öldum voru þau aðeins fimm, en samfara þéttbýlismyndun við ströndina mynduðst kaupstaðir og kauptún og sveitarfélögunum fjölgaði smám saman. Fjarðabyggð eldri varð til við sameiningu Eskifjarðarkaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps þann 7. júní 1998.

The Marine and Freshwater Research Institute copy

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna varð til við sameiningu tveggja rótgróinna stofnana, Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar þann 1. júlí 2016.

Stofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

 

Westfjords university logo

Háskólasetur Vestfjarða er lítil stofnun á háskólastigi sem sett var á stofn árið 2005 en tók til starfa í janúar 2006. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði níu manns auk lausráðinna kennara. Í húsnæði Háskólaseturs starfa í heild yfir 50 manns við rannsóknir, kennslu og þjónustu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum. 

Háskólasetrið er fjarnámssetur sem þjónar um 100 fjarnemum, það starfrækir tvær alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi fyrir um 20 meistaranema hvor (Haf- og strandsvæðastjórnun frá 2008 og Sjávarbyggðafræði frá 2019) og litla einstaklingsmiðaða námsleið á meistarastigi í sjávartengdri nýsköpun. Þess utan býður Háskólasetrið upp á fjölbreytt sumarnámskeið.

Hönnun, Forritun & Hýsing Arctic Portal