Aðalfundur Norðurslóðanets Íslands verður haldinn föstudaginn 25. júní nk. kl. 13:00 – 14:00 í fjarfundi. Vinsamlegast látið vita um þátttöku.

 Á aðalfundi Norðurslóðanets skal samkvæmt skipulagsskrá taka fyrir eftirfarandi mál:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Afgreiðsla reikninga
 3. Fjárhagsáætlun
 4. Starfsáætlun fyrir næsta rekstrarár
 5. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum
 6. Kosning stjórnarmanna
 7. Önnur mál

Stjórnarkjör
Stjórn Norðurslóðanets Íslands er skipuð sex einstaklingum og jafn mörgum til vara. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum og skal samsett með eftirfarandi hætti:

 1. einum fulltrúa Háskólans á Akureyri og stofnana hans
 2. þremur fulltrúum annarra opinberra stofnana
 3. einum fulltrúa einkaaðila og annarra sem ekki tilheyra ofangreindum hópum
 4. einum fulltrúa Utanríkisráðuneytis Íslands

Kosning aðal- og varamanna stjórnar er bundin við fulltrúa stofnana og fyrirtækja sem eru formlegir aðilar að Norðurslóðaneti Íslands og hafa greitt aðildargjöld ársins 2020. Hver stofnun og hvert fyrirtæki hafa eitt atkvæði.

Í stjórn Norðurslóðanets Íslands eru nú:  Friðrik Jónsson, fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands; Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri; Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu og Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur Rannís.

Varamenn eru: Jórunn Harðardóttir, Veðurstofu Íslands; Elva Gunnlaugsdóttir, SSNE; og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri.

Þeir félagar sem viljugir eru að ljá Norðurslóðanetinu krafta sína með stjórnarstörfum, eru beðnir að senda tölvupóst á embla [AT] arcticiceland [DOT] is fyrir 23. júní nk.

Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum

Athygli félagsmanna er vakin á því að tillögur til breytinga á skipulagsskrá og starfsháttum Norðurslóðanets Íslands skulu sendar á embla [AT] arcticiceland [DOT] is  fyrir 23. júní nk.  

Dagskrá og önnur fundargögn verða send í tölvupósti fyrir fundinn. Vinsamlegast látið vita um þátttöku á fundinum til að fá link á fundinn og fundargögn. Sendið póst á  Federica Scarpa gsm 776 0539 eða federica [AT] arcticiceland [DOT] is

Designed & hosted by Arctic Portal