Norðurslóðadagurinn 2013

 
Ágæti viðtakandi.
 
Um leið og við minnum á Norðurslóðadaginn 2013 bendum við á að frestur til að óska eftir því að vera með framlag á Norðurslóðadeginum, fyrirlestur, kynningu og veggspjöld hefur verið framlengdur til 15. ágúst nk. 
 
Með kveðju,
Norðurslóðanet Íslands.
 
Þessi tölvupóstur inniheldur myndir, ef þær sjást ekki má skoða síðuna í vafra.
 
falling ice PP

 

Samvinnunefnd

um málefni norðurslóða

 


Norðurslóðadagurinn 2013

Hafrannsóknastofnun

Fimmtudaginn 14. nóvember 2013

kl. 09:00 - 16:00

 
 
 

 

Hvernig eflum við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir?


 
 

Aukið vægi alþjóðasamstarfs

myrdalsjokull-glacier-in-south-iceland 478e-800x599pxNorðurslóðir hafa fengið aukið vægi í alþjóðlegri
umræðu undanfarin ár og tengist það ekki síst hraðfara hnattrænum umhverfisbreytingum og samfélagslegum áhrifum þeirra á svæðinu

Á síðari árum hefur þátttaka íslenskra vísindamanna í alþjóðlegum rannsóknum á norðurslóðum aukist verulega. Ýmsar merkar rannsóknir eru unnar á mörgum sviðum norðurslóðavísinda, t.d. rannsóknir í veðurfræði og haffræði, rannsóknir á jöklum og vatnafari, rannsóknir í sjávarlíffræði og á sjófuglum, og rannsóknir á gróðurfari og gróðurbreytingum. Þá hafa íslenskir mannfræðingar og aðrir félagsvísindamenn tekið þátt í margvíslegum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem aukið hafa skilning á mannlífi og samfélags- og hagþróun á norðurslóðum.

Þær hnattrænu breytingar sem núverandi kynslóðir eru vitni að hafa svæðisbundnar afleiðingar og aðlögun í för með sér sem ekkert eitt samfélag rís undir. Þessar áskoranir eru þess eðlis að við þær verður aðeins fengist með víðtækri samvinnu vísindamanna, almennings og stjórnvalda.

Alþjóðlegar stofnanir svo sem Norðurskautsráðið, Norræna rannsóknaráðið (NordForsk) og Evrópusambandið (Horizon 2020) og samtök vísindamanna s.s. Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) leggja sívaxandi áherslu á rannsóknir á umhverfis- og samfélagsbreytingum á norðurslóðum og áhrifavöldum og afleiðingum þeirra. Einstök ríki eru einnig að efla rannsóknir á norðurslóðum, t.d. Noregur, Finnland, Frakkland og Kína svo nokkur séu nefnd.


Helstu viðfangsefni

macoma-balthica-baltic-clam-german-wadden-sea bbc0-800x599pxÁ norðurslóðadegi 2013 verður rætt um (1) hvernig íslenskt vísindasamfélag er í stakk búið til að mæta þeim áskorunum sem hraðfara breytingar á norðurslóðum færa með sér og (2) hvernig vísindasamfélagið er undirbúið til að taka þátt í vaxandi alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.

Fjallað verður á þverfaglegan hátt um framlag og verkefni íslenskra aðila sem koma að alþjóðlegri samvinnu í vöktun, rannsóknum og menntun á norðurslóðum. Kynnt verða viðfangsefni sem tengjast háskólamenntun, mannauði og stoðkerfi rannsókna, þ.m.t. umgjörð stofnana til samvinnu. Jafnframt verður fjallað um valin dæmi um samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana.

Samhliða fyrirlestrum og pallborðsumræðu kynna stofnanir og félög er tengjast viðfangs- og málefnum norðurslóða starfsemi sína og rannsóknir með veggspjöldum og öðru kynningarefni í anddyri Norræna hússins. Dagskráin hefst kl. 09:00 með ávarpi umhverfisráðherra (óst.) og lýkur með sérstöku öndvegiserindi um norðurslóðarannsóknir.

Skipuleggjendur Norðurslóðadagsins eru Samvinnunefnd umhverfisráðuneytisins um málefni norðurslóða í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Rannís og Norðurslóðanet Íslands.

 

Framlag á norðurslóðadeginum

Sérstök áhersla verður lögð á að efni fyrirlestranna og/eða kynningarefnis verði lifandi og höfði bæði til fræðimanna og almennings.

Fyrirlestrar

Gert er ráð fyrir að um morguninn (09:30-12:00) fari fram fyrirlestrar þar sem gerð er grein fyrir tilteknum afmörkuðum rannsóknum og samstarfsverkefnum. Fyrirlestrarnir skulu tengjast meginþemum Norðurslóðadagsins, þ.e. hvernig eflum við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegri samvinnu og stefnumótun um norðurslóðir?

Hver fyrirlestur mætti taka u.þ.b. 15 mínútur auk 5 mínútna til fyrirspurna og umræðna. Eftir hádegið (13:00-15:00) yrðu pallborðsumræður um alþjóðlega samvinnu í vöktun, rannsóknum og menntun á norðurslóðum.


Kynningar og veggspjöld

Jafnframt er eins og áður segir gert ráð fyrir að kynningar á rannsóknaverkefnum eða starfsemi einstakra stofnana geti farið fram á veggspjöldum. Dagskrá lýkur með sérstöku öndvegiserindi um norðurslóðarannsóknir sem fram fer kl. 15:00-16:00.

Stefnt er að því að erindi og veggspjöld Norðurslóðadagsins verði birt á internetinu.

Þeir sem óska eftir því að vera með framlag á Norðurslóðadeginum, fyrirlestur, kynningu og veggspjöld eru beðnir um að senda tillögur um það í síðasta lagi 15. ágúst nk. til Emblu Eir Oddsdóttur hjá Norðurslóðaneti Íslands, netfang: embla@arcticiceland.is

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson í síma 5155800, netfang: thorsteinn.gunnarsson@rannis.is

 

 
   
 
Rannis logo lowres logo vefur svs arcice-logo-small logo hafro       
 
Powered by AcyMailing
Alt Text